Öruggur sigur á Gróttu

Öruggur sigur á Gróttu

Um seinustu helgi tóku strákarnir á móti Gróttu í fallbaráttu fyrstu deildar og höfðu öruggan 2-0 sigur og eru komnir í vænlega stöðu þegar tvær umferðir eru eftir.

Það voru Elton Barros og Haukur Ingi Gunnarsson sem skoruðu mörk Selfyssinga í leiknum en allir leikmenn stóðu fyrir sínu í leiknum og sigldu heim þremur nauðsynlegum stigum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar eru enn sem fyrr í 10. sæti deildarinnar en nú fimm stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Næsti leikur er á JÁVERK -vellinum gegn Þór laugardaginn 12. september kl. 13:00.

Haukur Ingi gulltryggði sigur Selfyssinga.
Mynd úr safni Umf. Selfoss.

Tags: