Öruggur sigur á Keflvíkingum

Öruggur sigur á Keflvíkingum

Stelpurnar okkar unnu afar mikilvægan sigur á heimavelli gegn Keflavík í 1. deildinni í gær.

Stelpurnar byrjuðu leikinn gegn Keflavík af krafti og komust yfir strax á 2. mínútu þegar Kristrún Rut Antonsdóttir skallaði boltann inn eftir hornspyrnu. Á 18. mínútu fengu Selfyssingar næstu hornspyrnu og eftir baráttu í vítateignum kom Karitas Tómasdóttir knettinum í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og Selfyssingar fögnuðu 2-0 sigri.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Stelpurnar eru í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig og sækja Hamrana heim á Akureyri í næstu umferð laugardaginn 1. júlí klukkan 14:00.

Kristrún hefur skorað fjögur mörk fyrir Selfoss í sumar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss