Öruggur sigur á Þrótti

Öruggur sigur á Þrótti

Selfyssingar heimsóttu Þróttara í Laugardalinn í gær og unnu öruggan 0-3 sigur en liðið var betra á öllum sviðum fótboltans.

Það gekk brösuglega að brjóta Þróttara á bak aftur og komið fram á 38. mínútu þegar Dagný Brynjarsdóttir kom Selfyssingum yfir í leiknum eftir undirbúning Donnu Kay Henry. Donna Kay var aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hún lék nokkra Þróttara upp úr skónum og lagði boltann út á Magdalenu Önnu Reimus sem smellti boltanum með þrumuskoti í bláhornið af 25 metra færi. Klárlega eitt af mörkum sumarsins í Pepsi deildinni.

Í síðari hálfleik bætti Guðmunda Brynja þriðja marki Selfyssinga við þegar hún fylgdi eftir aukaspyrnu Dagnýjar sem markvörður Þróttara sló út í teiginn.

Nánari umfjöllun um leikinn er á vef Sunnlenska.is og á vef Fótbolta.net má finna glæsilegar myndir sem Tomasz Kolodziejski tók á leiknum

Selfoss er í fjórða sæti Pepsi deildarinnar með 23 stig og í harðri barátttu um þrjðja sæti deildarinnar.

Næsti leikur liðsins er á JÁVERK-vellinum gegn Val miðvikudaginn 19. ágúst kl. 18:30.

Magdalena skoraði eitt af mörkum ársins.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Tomasz Kolodziejski