Öruggur sigur á Tindastóli

Öruggur sigur á Tindastóli

Í gær unnu strákarnir okkar öruggan 3-0 sigur á Tindastóli í 1. deildinni. Selfyssingar höfðu mikla yfirburði í leiknum en gekk erfiðlega að skapa sér opin færi enda fór svo að öll mörk leiksins komu úr föstum leikatriðum. Luka Jagacic skoraði eina mark fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson skoraði tvö mörk úr aukaspyrnum í seinni hálfleik.

Selfyssingar eru í 7. sæti deildarinnar með 7 stig að loknum fimm umferðum. Næsti leikur strákanna er laugardaginn 14. júní kl. 14 þegar þeir heimsækja topplið Leiknis í Breiðholtið.

Góð umfjöllun um leikinn er á vef Sunnlenska.is.

Þorsteinn Daníel var maður leiksins.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur

Tags: