Öruggur sigur hjá stelpunum

Öruggur sigur hjá stelpunum

Selfyssingar unnu öruggan útisigur á Fylki í Pepsi-deildinni í gær. Stelpurnar okkar voru allan tímann mun beinskeyttari en heimastúlkur og unnu fyllilega verðskuldaðan sigur.

Erna Guðjónsdóttir kom Selfyssingum yfir strax á 5. mínútu. Selfoss fékk fjölda færa til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en það var ekki fyrr en í upphafi seinni hálfleiks að Dagný Brynjarsdóttir bætti við öðru marki Selfoss. Áfram hélt sókn Selfyssinga en mörkin í leiknum urðu ekki fleiri.

Að loknum sjö leikjum er Selfoss í sjötta sæti Pepsi deildarinnar með 12 stig einungis einu stigi frá öðru sæti. Næsti leikur er gegn FH á JÁVERK-vellinum þriðjudaginn 8. júlí kl. 19:15.

Fjallað var um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Katrín Ýr átti góðan leik í vörn Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net/Einar Ásgeirsson