Öruggur sigur í fyrsta leik strákanna

Öruggur sigur í fyrsta leik strákanna

Selfoss tók á móti BÍ/Bolungarvík á laugardag í fyrstu umferð 1. deildar karla og vann frækinn sigur 2-0. Bæði lið reyndu sitt besta að spila góðan fótbolta í þessum fyrsta leik sumarsins.

Leikurinn fór vel af stað og náðu okkar menn að skapa sér nokkur ákjósanleg marktækifæri. Allt kom fyrir ekki og staðan 0-0 í hálfleik þó að okkar menn hefðu átt forystuna skilið. Seinni hálfleikur var búinn að malla í nokkrar mínútur þegar Selfyssingar smelltu inn marki með sleggju frá Þorsteini Daníel af 20 metra færi. Það leið ekki á löngu þar til annað mark okkar pilta datt í hús en það var Elton Barros (Fúfúra) sem sendi boltann í markið eftir góðan undirbúning hjá Einari Ottó og Denis Sytnik.

Nánari umfjöllun um leikinn og á vef Sunnlenska.is.

Eftirleikurinn var að mestu auðveldur fyrir Selfoss sem sigldi í hús þremur öruggum stigum. Næsti leikur er við HK á JÁVERK-vellinum föstudaginn 15. maí og hefst kl. 19:15.

Þorsteinn Daníel og Maniche fagna fyrsta marki sumarsins.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tags: