Öruggur sigur í Mosfellsbæ

Öruggur sigur í Mosfellsbæ

Stelpurnar okkar sýndu loks sitt rétta andlit og lönduðu öruggum sigri á útivelli gegn Aftureldingu í gær.

Lokatölur í leiknum urðu 3-0. Guðmunda Brynja Óladóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu hvort sitt markið í fyrri hálfleik. Gumma bætti svo þriðja markinu við í síðari hálfleik.

Á mánudag mæta stelpurnar ÍA á JÁVERK-vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Dagný og Gumma afgreiddu Aftureldingu.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson