Öruggur sigur í Ólafsvík

Öruggur sigur í Ólafsvík

Stelpurnar okkar unnu öruggan 4-0 sigur á Víkingi í Ólafsvík í 1. deild kvenna í knattspyrnu á föstudag.

Selfyssingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur. Barbára Sól Gísladóttir skoraði tvö mörk, hvort í sínum hálfleiknum. Karitas Tómasdóttir skoraði einnig í fyrri hálfleik og Kristrún Rut Antonsdóttir í þeim síðari.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 3 stig og tekur á móti Sindrastúlkum föstudaginn 26. maí kl. 19:15.

Barbára Sól skoraði tvívegis fyrir Selfyssinga.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS

Tags: