Öruggur sigur Selfyssinga

Öruggur sigur Selfyssinga

Í gær mættu Selfyssingar toppliði Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu. Er skemmst frá því að segja að Selfyssingar unnu öruggan 3-0 sigur og var sigurinn síst of stór.

Svavar Berg Jóhannsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 17. mínútu. Strax í upphafi síðari hálfleiks jók bakvörðurinn Þorsteinn Daníel Þorsteinsson við forystu Selfyssinga með glæsilegu marki út þröngu færi. Það var svo miðjumaðurinn Luka Jagacic sem innsiglaði sigurinn á 66. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu Inga Rafns Ingibergssonar örugglega í netið.

Selfyssingar hafa heldur betur þokað sér upp töfluna og eru með 27 stig í 7. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Leiknismönnum í Breiðholtinu mánudaginn 9. september kl. 18:00.

Sjá nánari umfjöllun um leikinn á Sunnlenska.is.

Tags: