
30 maí Ósigur gegn Íslandsmeisturunum

Stelpurnar okkar lutu í gras á heimavelli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks 1-2 á laugardag þar sem mark Selfyssinga var sjálfsmark í seinni hálfleik.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Selfoss er í 5. sæti Pepsi-deildarinnar með 6 stig að loknum fjórum umferðum. Næsti leikur er í bikarnum á heimavelli gegn Val laugardaginn 11. júní kl. 17:30 en næsti leikur í deildinni er ekki fyrr en 24. júní þegar liðið sækir KR heim.