Ósigur gegn Keflvíkingum

Ósigur gegn Keflvíkingum

Selfyssingar sóttu Keflvíkinga heim í Inkasso-deildinni um helgina og töpuðu á sannfærandi hátt 3-0. Keflvíkingar skoruðu tvívegis snemma í fyrri hálfleik og staðan var 2-0 í leikhléi. Þriðja markið leit svo dagsins ljós þegar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þar við sat.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Næsti leikur er á heimavelli gegn Leikni frá Reykjavík á föstudag kl. 19:15.