Ósigur í lokaleik Lengjubikarsins

Ósigur í lokaleik Lengjubikarsins

Selfoss fékk ÍBV í heimsókn í A-deild Lengjubikars kvenna á laugardag. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og lengi vel stefndi í markalaust jafntefli. Það fór hins vegar ekki svo því þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði ÍBV og tryggði sér 1-0 sigur í leiknum.

Selfoss tapaði því öllum leikjum sínum í Lengjubikarnum þetta árið.