Ragnar Þór til liðs við Selfoss

Ragnar Þór til liðs við Selfoss

Framherjinn Ragnar Þór Gunnarsson er gengin til liðs við Selfoss og kemur hann á láni frá Val út tímabilið.

Ragnar, sem er fæddur árið 1994 og uppalinn hjá Skagamönnum , spilaði mikið með Val á undirbúningstímabilinu en hefur einungis komið við sögu í fimm leikjum Vals í deild og bikar í sumar og skorað eitt mark.

Hann gæti spilað sinn fyrsta leik strax í kvöld þegar Selfoss fær Víking Ólafsvík í heimsókn á JÁVERK-völlinn kl. 19:15.