Risapottar í upphafi árs

Risapottar í upphafi árs

Á morgun, laugardaginn 4. janúar, verður 220 milljóna risapottur í boði á Enska seðlinum fyrir 13 rétta.  Ástæðan er sú að vinningar fyrir 10 og 11 rétta  síðastliðinn laugardag náðu ekki lágmarksútborgun því svo margir tipparar voru á skotskónum.

Ekkert lát verður á risapottum í upphafi árs því í leikviku 2 og 3 verða risapottar í boði því þá verður tryggt með aukaframlagi að potturinn verði um 230 milljónir (13 m. sek).

Það er líf og fjör í getraununum í byrjun nýs árs, spennandi tímar framundan. Hvetjum fólk til að mæta í getraunakaffið í Tíbrá milli kl. 11 og 13 á laugardag. Það verður heitt á könnunni og bakkelsi frá Guðnabakaríi. Einnig er hægt að tippa á netinu eða næsta sölustað og muna að merkja við 800, getraunanúmer Selfoss, á getraunaseðlinum.

Tags: