Risapottur í getraunum um helgina

Risapottur í getraunum um helgina

Það verða bólgnir risapottar í boði í getraunum um helgina.

Það er 190 milljóna risapottur í Enska boltanum á laugardaginn sem er til kominn þar sem Íslenskar getraunir og Svenska Spel bæta tugmilljónum í fyrsta vinning og tryggja 10.5 milljón sænskar krónur í fyrsta vinning.

Vinningsupphæð fyrir 13 rétta á Sunnudagsseðlinum er áætluð um 90 milljónir króna sem er með því hæsta sem þar gerist. Ástæðan er að risapottur síðasta Miðvikudagsseðils gekk ekki út þar sem enginn var með 13  rétta þá. Sá risapottur flyst yfir á Sunnudagsseðilinn og bætist við vinningsupphæðina fyrir 13 rétta.

Það er því spennandi helgi framundan í getraunum.

Hvetjum fólk til að mæta í getraunakaffið í Tíbrá milli kl. 11 og 13 á laugardag. Einnig er hægt að tippa á netinu eða næsta sölustað og muna að merkja við 800, getraunanúmer Selfoss, á getraunaseðlinum.

Tags: