Sætaferðir á undanúrslitaleik Selfyssinga

Sætaferðir á undanúrslitaleik Selfyssinga

Knattspyrnudeild Selfoss í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf. býður upp á sætaferðir á undanúrslitaleik Selfoss og Fylkis í Borgunarbikarkeppninni sem fram fer á Fylkisvellinum fimmtudaginn 24. júlí kl. 19:15.

Öllum yngri iðkendum deildarinnar stendur til boða að fara frítt á leikinn en nauðsynlegt er að iðkendur skrái sig hjá þjálfara sínum.

Foreldrar og annað stuðningsfólk Selfoss getur einnig skráð sig með því að senda tölvupóst á netfangið umfs@umfs.is fyrir fimmtudag. Sæti í rútunni kostar litlar 1.000 kr.

Brottför er frá félagsheimilinu Tíbrá stundvíslega kl. 18:00.

Tags:
,