Sætið gulltryggt

Sætið gulltryggt

Selfyssingar gulltryggðu veru sína í fyrstu deild með góðu stigi á útivelli gegn Haukum í gær.

Að loknum markalausum fyrri hálfleik voru Haukar fyrri til að skora en Þorsteinn Daníel Þorsteinsson jafnaði skömmu síðar fyrir okkar pilta og þar við sat.

Fjallað er um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Þegar tveimur umferðum er ólokið í 1. deild eru Selfyssingar í 9. sæti deildarinnar með 26 stig. Seinasti heimaleikur Selfyssinga er laugardaginn 13. september kl. 14:00 þegar strákarnir taka á móti KA á JÁVERK-vellinum. Deildinni lýkur svo í Grindavík laugardaginn 20. september.

Tags: