Sætur sigur í Vesturbænum

Sætur sigur í Vesturbænum

Selfyssingar unnu frækinn sigur á KR-ingum í Borgunarbikarnum í gær. Það var Arnar Logi Sveinsson sem tryggði Selfyssingum 1-2 sigur í framlengingu. Heimamenn í KR komust yfir í upphafi seinni hálfleiks en JC Mack jafnaði metin skömmu síðar og varð í kjölfarið að framlengja leikinn þar sem Selfyssingar gerðu sigurmarkið eins og áður segir.

Nánar er fjallað um bikarleikinn á vef Sunnlenska.is auk þess sem myndaveisla úr leiknum er á vef Fótbolta.net.

Dregið verður í 16-liða úrslit bikarsins á morgun, föstudag.

Arnar Logi skoraði sigurmark Selfyssinga.