Samið við þrjá leikmenn framtíðarinnar

Samið við þrjá leikmenn framtíðarinnar

Þrír ungir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss í seinustu viku. Þetta eru þeir Þorsteinn Aron Antonsson, Anton Breki Viktorsson og Sigurður Óli Guðjónsson.

Þetta er fagnaðarefni fyrir knattspyrnuna á Selfossi og verður gaman að sjá þá vaxa og dafna í vínrauðu treyjunni.

Tríóið f.v. Þorsteinn Aron, Anton Breki og Sigurður Óli við undirskriftina ásamt Dean Martin, þjálfara meistaraflokks karla.
Ljósmynd: Umf. Selfoss