Samið við þrjá leikmenn

Samið við þrjá leikmenn

Í gær skrifuðu þrír knattspyrnumenn undir samning við Selfoss og koma til með að leika með liðinu í 1. deildinni í sumar.

Um er að ræða varnarmanninn Giordiano Pantano frá Ítalíu og miðjumennina JC Mack frá Bandaríkjunum og Spánverjann Pachu Martínez Guriérrez. Þeir hafa æft og spilað með Selfyssingum undanfarnar vikur og staðið sig vel. Að sögn Gunnars Borgþórssonar þjálfara Selfoss koma þeir allir til að aðstoða við uppbyggingu okkar ungu leikmanna. „Þetta eru gæðaleikmenn sem geta leyst margar stöður á vellinum.“ bætti hann við.

F.v. Jón Steindór Sveinsson varaformaður knattspyrnudeildar, JC, Pachu og Giordiano.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ