Samstarf við Guðmund Tyrfingsson

Samstarf við Guðmund Tyrfingsson

Knattspyrnudeild Selfoss byrjar nýja árið af krafti og býður öllum iðkendum í 3.-6. flokki upp á rútuferðir í Hamarshöllina þar sem krakkarnir æfa einu sinni í viku við bestu mögulegu aðstæður.

Reglulegar æfingar í Hamarshöllinni hófust í upphafi vetur og hafa gengið vonum framar. Nú býður knattspyrnudeildin í góðri samvinnu við Guðmund Tyrfingsson ehf. og Sveitarfélagið Árborg upp á sætaferðir frá Tíbrá sem eru iðkendum að kostnaðarlausu.

3. og 4. flokkur kvenna á leið á æfingu með einum grænum og góðum frá Guðmundi Tyrfingssyni.
Mynd: Umf. Selfoss/Ingi Rafn Ingibergsson