Sannfærandi sigur á Hömrunum

Sannfærandi sigur á Hömrunum

Selfoss vann mikilvægan sigur á Hömrunum í toppbaráttu 1. deildar kvenna í knattspyrnu, í Boganum á Akureyri á laugardag.

Selfoss komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Magdalena Reimus og Kristrún Rut Antonsdóttir skoruðu þá fyrir þær vínrauðu og Kristrún innsiglaði svo 3-0 sigur Selfoss með öðru marki sínu í síðari hálfleik.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss hefur 16 stig í þriðja sæti deildarinnar og sækir Þrótti Reykjavík heim í næstu umferð mánudaginn 10. júlí kl. 19:15.

Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði tvívegis fyrir Selfyssinga.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl