Sannfærandi sigur á Skagastúlkum

Sannfærandi sigur á Skagastúlkum

Í gær mættu stelpurnar ÍA á JÁVERK-vellinum og höfðu sanngjarnan sigur 3-1. Enn á ný voru Guðmunda og Dagný á skotskónum auk þess sem Celeste Boureille skoraði lokamark Selfoss seint í leiknum.

Selfoss er nú um miðja deild með 6 stig og mætir næst Breiðablik á Kópavogsvelli þriðjudaginn 10. júní kl. 19:15.

Dagný og Gumma eru sjóðandi heitar fyrir framan mark andstæðinganna.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson