Sannfærandi sigur Selfyssinga

Sannfærandi sigur Selfyssinga

Stelpurnar okkar lyfti sér upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með sannfærandi 2-0 sigri gegn FH á heimavelli í gær. Það voru Lauren Hughes og Magdalena Anna Reimus sem skoruðu mörk Selfyssinga hvort í sínum hálfleiknum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss hefur níu stig í fjórða sæti deildarinnar eftir sex umferðir. Framundan er leikur gegn ÍBV í Borgunarbikarkeppninni á mánudag kl. 17:30 í Vestamannaeyjum en í Pepsi-deildinni eru tveir útileikir næst á dagskrá en liðið sækir Þór/KA heim föstudaginn 8. júlí kl. 18:00 og fer á Valsvöllinn á Hlíðarenda miðvikudaginn 13. júlí kl. 19:15.

Magdalena Anna gulltryggði sigur Selfyssinga með glæsilegu marki.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/ Tomasz Kolodziejski