Sannfærandi sigur strákanna

Sannfærandi sigur strákanna

Selfoss lauk leik í Inkasso-deildinni í knattspyrnu þegar liðið tók á móti Huginn á JÁVERK-vellinum á laugardag.

Eftir að Huginsmenn komustu yfir á 7. mínútu tóku heimamenn öll völd á vellinum. Ingi Rafn Ingason kom Selfyssingum yfir með tveimur mörkum, bæði eftir stoðsendingur frá JC Mack sem bætti þriðja markinu við rétt fyrir hálfleik. JC rak smiðshöggið á gott sumar Selfyssinga með öðru marki sínu á lokamínútu leiksins. Lokatölur 4-1 fyrir Selfoss.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar enduðu í 8. sæti deildarinnar með 28 stig og þrjú mörk í plús sem er besti árangur liðsins síðan liðið lék í Pepsi-deildinni árið 2012.

JC átti stórleik og þátt í öllum fjórum mörkum Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss