Sannfærandi sigur

Sannfærandi sigur

Selfoss stimplaði sig með stæl inn í toppbaráttuna í 2. deild með 2-0 sigri á efsta liði deildarinnar, Leikni F. í dag.

Það var markalaust eftir 45 mínútur eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Selfyssingar komu af miklum krafti út í síðari hálfleik og Kenan Turudija var búinn að koma heimamönnum yfir eftir tæpa mínútu í síðari hálfleik. Kenan skallaði þá fyrirgjöf frá Þór Llorens beint í netið.

Eftir þetta var leikurinn algjör einstefna. Okkar menn héldu boltanum vel og Leiknismenn áttu engin svör. Þór Llorens var aftur á ferðinni á 89. mínútu þegar hann átti frábært skot af vinstri kantinum sem söng í skeytunum fjær. Geggjað mark hjá Skagamanninum.

Lokatölur 2-0, okkar mönnum í vil og er liðið nú einungis tveimur stigum frá öðru sætinu. Næsta verkefni er gegn Tindastól á laugardag!

Myndin sem fylgir var tekin eftir leik en þar má sjá Selfoss-liðið með Skjálftamönnum sem að gjörsamlega áttu stúkuna í dag. Takk SKJÁLFTI!

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Guðmundur Karl

Tags: