Sanngjarn sigur Selfyssinga

Sanngjarn sigur Selfyssinga

Selfoss vann sinn fimmta leik í röð í 2. deildinni þegar liðið mætti Haukum á JÁVERK-vellinum í gær.

Haukar komust yfir snemma leiks og það var ekki fyrr en á 76. mínútu sem Hrvoje Tokic jafnaði leikinn þegar hann kom boltanum yfir línuna eftir klafs í teignum. Fjórum mínútum fyrir leikslok skoraði Tokic sitt annað mark og sigurmark Selfoss af vítapunktinum eftir að brotið hafði verið á Valdimar Jóhannssyni innan teigs. Lokatölur á Selfossi, 2-1.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar sitja á toppi deildarinnar ásamt Kórdrengjum með 31 stig að loknum fjórtán leikjum.

Selfoss jafnaði Kórdrengi að stigum í toppsæti deildarinnar, bæði lið hafa 28 stig en Kórdrengir hafa betra markahlutfall. Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Fjarðabyggð sunnudaginn 6. september, kl. 14:00.

Tokic skoraði bæði mörk Selfoss gegn Haukum.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð