
20 mar Selfoss lagði Íslandsmeistarana

Selfoss gerði sér lítið fyrir og sigraði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, 2:0, í A-deild Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu á mánudag.
Landsliðskonan Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfyssinga sem eru með 3 stig eftir tvo leiki.
Liðið tekur á móti ÍBV á JÁVERK-vellinum í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:00.
—
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl