Selfoss áfram í bikarnum

Selfoss áfram í bikarnum

Selfyssingar eru komnir áfram í 32 liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigur á KH 3-1 á útivelli á þriðjudag. Elton Barros skoraði tvö mörk og Magnús Ingi Einarsson bætti því þriðja við undir lok leiksins.

Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. Selfoss dróst á útvelli gegn Pepsi deildarliði Stjörnunnar og mætast liðin miðvikudaginn 28. maí kl. 18:00 á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Tags: