Selfoss endurheimti sæti sitt í Pepsi-deildinni

Selfoss endurheimti sæti sitt í Pepsi-deildinni

Selfyssingar endurheimtu á laugardag sæti sitt í Pepsi-deild kvenna að ári. Þrátt fyrir að lúta í gras gegn deildarmeisturum HK/Víkings fylgjast liðin að upp í Pepsi-deildina. Fyrir leikinn voru liðin jöfn á toppi deildarinnar þremur stigum á undan Þrótti sem var í þriðja sæti.

Það voru heimakonur sem skoruðu eina mark leiksins í fyrri hálfleik og þrátt fyrir þunga pressu Selfyssinga tókst ekki að brjóta vörn HK/Víkings á bak aftur. Niðurstaðan 1-0 tap og annað sæti 1. deildar. HK/Víkingur bar sigur úr bítum í deildinni með 39 stig en Selfyssingar enda í öðru sæti með 36 stig, eins og Þróttur en töluvert betri markatölu.

Nánar er fjallað um leikinn og árangur Selfyssinga á vef Sunnlenska.is.

Glæsilegur árangur hjá stelpunum okkar sem stóðu svo sannarlega undir væntingum fjölmargra stuðningsmanna sinna í sumar.

Frábær árangur hjá Selfyssingum á vellinum og stuðningur úr stúkunni skilaði liðinu í Pepsi-deildina 2018.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl