Selfoss hefur leik á heimavelli

Selfoss hefur leik á heimavelli

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í lok nóvember var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og 1. deild karla fyrir næstkomandi keppnistímabilið.

Svo skemmtilega vill til að Selfyssingar hefja leik á heimavelli. Stelpurnar okkar taka á móti nágrönnum okkar úr Vestmannaeyjum í fyrstu umferð í Pepsi deildinni en strákarnir okkar fá Skagamenn, sem féllu úr Pepsi deildinni í haust, í heimsókn í 1. deildinni.

Með því að smella á tenglana hér að neðan má sjá leiki Selfyssinga næsta sumar. Ekki er ennþá búið að dagsetja leiki en fyrsta umferðin fer fram í maí.

Pepsi-deild kvenna

1. deild karla