Selfoss í fjórðungsúrslit í fyrsta sinn

Selfoss í fjórðungsúrslit í fyrsta sinn

Selfoss er komið í fjórðungsúrslit í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Skagakonum sl. föstudag. Mörk Selfyssinga komu hvort í sínum hálfleiknum og voru það landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoruðu mörkin. Þetta er í fyrsta skipti sem Selfoss kemst í fjórðungsúrslit í bikarnum.

Ítarleg umfjöllun um bikarleikinn er á vef Sunnlenska.is.

Í hádeginu í dag var dregið í fjórðungsúrslitum og mætir Selfoss ÍBV á JÁVERK-vellinum föstudaginn 27. júní.

Dagný og Gumma skora í hverjum leik.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur