Selfoss kastaði frá sér sigrinum

Selfoss kastaði frá sér sigrinum

Stelpurnar okkar fengu heldur betur útreið á lokamínútunum í leik gegn KR í seinustu umferð Pepsi-deildarinnar. Heimakonur í KR komu til baka úr stöðunni 1:3 og skoruðu þrjú mörk á síðustu 11 mínútum leiksins.

Lauren Elizabeth Hughes kom Selfyssingum tvívegis yfir, fyrst á 9. mínútu og því næst þeirri 55. einungis mínútu eftir að KR hafði jafnað metin. Anna María Friðgeirsdóttir bætti við þriðja marki Selfyssinga á 63. mínútu og héldu þá flestir áhorfendur að Vestubæjarbjörninn væri unninn. Svo var þó ekki þar sem KR-ingar sneru leiknum við og unnu eins og áður segir 4-3.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Eftir leikinn eru Selfyssingar eru í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig eftir fimm umferðir og taka á móti FH á miðvikudag 29. júní kl. 19:15 en því næst er leikur á útivelli gegn ÍBV í Borgunarbikarnum mánudaginn 4. júlí kl. 17:30.

Lo hefur verið iðin við kolanna í markaskorun í sumar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Torfi Ragnar Sigurðsson