Selfoss laut í blautt grasið

Selfoss laut í blautt grasið

Selfoss tapaði 1-2 þegar Breiðablik kom í heimsókn á blautan JÁVERK-völlinn í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í gær.

Blikar skoruðu eina mark fyrri hálfleiks og bættu öðru við á upphafsmínútum þess síðari. Selfyssingar minnkuðu muninn á 90. mínútu þegar Eva Lind Elíasdóttir skoraði eftir þvögu í vítateig Blikanna.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum 14 umferðum er Selfoss í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig og næsti leikur liðsins er bikarúrslitaleikurinn gegn Stjörnunni á Laugardalsvellinum laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.