Selfoss laut í gras fyrir Íslandsmeisturunum

Selfoss laut í gras fyrir Íslandsmeisturunum

Selfoss tók á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í gær. Stjarnan sigraði í leiknum 1-3 en stelpurnar okkar geta bætt um betur þegar liðin mætast í úrslitaleik bikarkeppninnar í lok ágúst.

Það var Donna Kay Henry sem kom Selfoss yfir á 16. mínútu en Stjörnustelpur jöfnuðu metin undir lok fyrri hálfleiks. Stjarnan tryggði sér sigur í leiknum með því að skora tvö mörk á átta mínútna kafla um miðjan seinni hálfleikinn.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er í fimmta sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum. Það verður bætt úr því í næsta leik þegar þær heimsækja Þróttara á Valbjarnarvöllinn þriðjudaginn 11. ágúst kl. 19:15.