Selfoss laut í gras í Árbænum

Selfoss laut í gras í Árbænum

Það var einungis eitt mark skorað í fyrsta leik Selfyssinga í Pepsi Max deildinni á tímabilinu sem fór fram í Árbænum á laugardag. Því miður fyrir okkur féll það í skaut heimakvenna í Fylki þrátt fyrir töluverða yfirburði okkar stelpna í leiknum, góð marktækifæri og vítaspyrnu sem fór í súginn.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Næsti leikur er á heimavelli gegn Breiðablik fimmtudaginn 18. júní og hefst hann kl. 19:15.