Selfoss laut í gras í Eyjum

Selfoss laut í gras í Eyjum

Selfoss tapaði 3-0 í Vestmannaeyjum í Pepsi deildinni í gærkvöldi.

Leikmenn Selfoss sáu ekki til sólar í fyrri hálfleik og voru Eyjakonur mun frískari í öllum sínum aðgerðum. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik en síðari hálfleikur var mun betri af okkar hálfu og gátu bæði lið bætt við mörkum.

Selfoss er komið í 6. sæti deildarinnar með 20 stig. Næsti leikur er gegn Þór/KA á Selfossvelli sunnudaginn 1. september.