Selfoss leikur á laugardag í fjórðungsúrslitum Borgunarbikarsins

Selfoss leikur á laugardag í fjórðungsúrslitum Borgunarbikarsins

Um helgina fara fram fjórðungsúrslit í Borgunarbikar kvenna. Selfoss tekur á móti ÍBV á JÁVERK-vellinum kl. 14:30 á laugardag.

Á föstudag mætast Þróttur og Stjarnan á Valbjarnarvelli annars vegar og hins vegar Fylkir og KR á Fylkisvellinum. Á laugardeginum leika Valur og Breiðablik á Vodafone-vellinum.

Dregið verður í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á mánudag.

Tags:
,