Selfoss leikur til úrslita í 3. flokki

Selfoss leikur til úrslita í 3. flokki

Sameiginlegt lið Selfoss, Hamars og Ægis tryggði sér á laugardag sæti í úrslitaleik í B-liðakeppni 3. flokks stráka. Mótherjar þeirra í úrslitaleiknum verða Fjölnismenn úr Grafarvogi.

Í undanúrslitum fóru strákarnir í Kópavog þar sem þeir mættu Breiðabliki. Það Jökull Hermannsson sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Úrslitaleikurinn fer fram á Selfossvelli miðvikudaginn 19. september og hefst kl. 17:00. Viljum við hvetja fólk til að mæta á völlinn og styðja strákana.

Mynd: Hermann Ólafsson.