Selfoss leikur um þriðja sæti

Selfoss leikur um þriðja sæti

Leikið verður í Fótbolta.net mótinu. Í kvöld mætast Selfoss og Grótta í leik um 3. sæti B-deildar á Fótbolta.net mótinu of fer leikurinn fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Nú er tilvalið að bregða sér í betri skóna og kíkja á hvernig strákarnir hans Zoran líta út gegn Gróttu sem stjórnað er af Gunnari Guðmundssyni fyrrum þjálfara Selfoss.

Fótbolta.net mótið – B deild – Leikur um 3. sæti
Kl. 18:30 Selfoss-Grótta (JÁVERK-völlurinn)

Strákarnir fögnuðu sigri á mótinu í fyrra og þá tók Andy Pew við bikar.