Selfoss og Fram gerðu jafntefli

Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS

Selfoss og Fram gerðu jafntefli

Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS

Selfoss og Fram gerðu 1-1 jafntefli í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum á Selfossi á föstudag.

Alfi Conteh-Lacalle skoraði fyrir Selfoss á 12. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleiknum en færin voru ekki mörg. Framarar skoruðu draumamark á 58. mínútu þegar Orri Gunnarsson hamraði boltann viðstöðulaust í stöngina og inn en eftir það ógnuðu Selfyssingar meira en fleiru urðu mörkin ekki.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er áfram í 5. sæti deildarinnar, nú með 14 stig og tekur á móti Þrótti í næstu umferð deildarinnar föstudaginn 7. júlí kl. 19:15.

Alfi skoraði mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS