Selfoss og Zolo í #zamstarf

Selfoss og Zolo í #zamstarf

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Zolo Iceland undirrituðu á dögunum samstarfssamning.

Í hvert skipti sem að Zolo hjól er á ferðinni um götur Selfoss, rennur hluti af leigunni til uppbyggingarstarfs knattspyrnudeildar.

Zolo hjól eru frábær og umhverfisvænn kostur til að ferðast fljótt og örugglega um götur Selfoss og hvetjum við alla til að velja Zolo!

 

Meðfylgjandi er mynd sem tekin var við undirritun samningsins.
Á myndinni eru Gunnar Fannberg Jónasson þjálfari, Adam Karl Helgason framkvæmdarstjóri Zolo, Gunnar Borgþórsson yfirþjálfari knattspyrnudeildar, Stefán Þór Ágústsson og Brynja Líf Jónsdóttir leikmenn meistaraflokka Selfoss.