Selfoss riftir samningi við Espinosa

Selfoss riftir samningi við Espinosa

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur rift samningi sínum við Toni Espinosa, leikmann meistaraflokks karla, vegna atviks sem kom upp í leik gegn Haukum í Inkasso-deildinni í gærkvöldi.

Espinosa sýndi af sér hegðun sem er ekki í samræmi við gildi okkar Selfyssinga; Gleði, virðing og fagmennska.

Deildin hefur því sagt upp samningi leikmannsins frá og með deginum í dag.

Virðingarfyllst,
stjórn knattspyrnudeildar Selfoss