Selfoss sigraði Fjölni

Selfoss sigraði Fjölni

Selfyssingar unnu góðan sigur á úrvalsdeildarliði Fjölnis þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Egilshöllinni sunnudaginn 8. mars.

Fjölnir komst í 2-0 með mörkum í fyrri hálfleik. Selfyssingar jöfnuðu fyrir leikhlé og þar voru á ferðinni þeir Ingþór Björgvinsson og Ingvi Rafn Óskarsson.

Fimm mínútum fyrir leikslok fengu Selfyssingar vítaspyrnu og Jordan Edridge fór á punktinn og skoraði sigurmark Selfoss.

Þetta var þriðji leikur Selfyssinga í riðlinum en þeir hafa nú fjögur stig í 4. sæti riðilsins.