Selfoss stóð í meistaraefnunum

Selfoss stóð í meistaraefnunum

Stelpurnar okkar tóku á móti verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks í Pepsi deildinni á JÁVERK-vellinum í gær.

Með sigri í leiknum gátu Blikar tryggt sér titilinn en Selfyssingar voru ekki á þeim buxunum og endaði leikurinn með jafntefli 1-1 í bráðfjörugum leik. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði mark Selfyssinga.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er nú í 4. sæti deildarinnar með 30 stig, jafnmörg stig og Þór/KA en norðankonur hafa hagstæðara markahlutfall.

Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl