Selfoss tekur á móti ÍBV

Selfoss tekur á móti ÍBV

Selfyssingar taka á móti Eyjamönnum í Lengjubikarnum í dag. Leikurinn hefst kl. 18:30 á Selfossvelli. Selfyssingar eru búnir að tapa tveimur seinustu leikjum gegn KV og Stjörnunni á meðan Eyjamenn eru aðeins búnir að skora eitt mark í síðustu þremur leikjum. Þetta verður Suðurlandsslagur af bestu gerð en liðin eru óðum að slípast fyrir átökin í sumar.