Selfoss úr leik í bikarnum

Selfoss úr leik í bikarnum

Knattspyrnusumarið hófst formlega á laugardag þegar Selfoss tók á móti Kórdrengjum í stórleik 1. umferðar Mjólkurbikarsins.

Gestirnir unnu 0-1 sigur á Selfossi. Emir Dokara, leikmaður Selfoss, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það mark var í raun stórglæsilegt en hann flikkaði fyrirgjöf Kórdrengja yfir Stefán Ágústsson markvörð Selfyssinga og í netið.

Nánar er fjallað um leikinn á vef sunnlenska.is