Selfoss – Vestri

Selfoss – Vestri

Selfoss spilar sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á laugardag þegar lið Vestra kemur í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á JÁVERK-vellinum.
Í ljósi aðstæðna þá er bara hægt að taka á móti 100 áhorfendum. Leikurinn verður spilaður á gervigrasinu við JÁVERK-völlinn. Vegna þess er ekki unnt að taka á móti fleiri áhorfendum á völlinn þar sem þeir eiga þess ekki kost að sitja í merktum sætum eins og sóttvarnareglur gera ráð fyrir.
 
Þeir sem ekki fá miða á leikinn eiga þess kost að horfa á leikinn inni á Lengjudeildin.is/selfoss og borga fyrir það litlar 1.000 krónur.