Selfosshjartað slær á ný

Selfosshjartað slær á ný

Selfyssingar sóttu gott stig gegn FH-ingum í Hafnarfjörð þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni í gær.

Liðið lenti undir þegar skammt var eftir af leiknum en Magdalena Anna Reimus sem jafnaði fyrir Selfyssinga á 82. mínútu með góðu marki eftir sendingu frá Heiðdísi Sigurjónsdóttur. Þar við sat í leiknum sem endaði 1-1.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Liðið situr nú í fallsæti deildarinnar og tekur á móti Þór/KA sunnudaginn 11. september kl. 16:00.

Magdalena tryggði Selfyssingum gott stig í Hafnarfirði.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Tomasz Kolodziejski