Selfyssingar á góðri siglingu

Selfyssingar á góðri siglingu

Selfyssingarnir styrktu stöðu sína í toppbaráttunni í 1. deild með öruggum 4-0 heimasigri á botnliði Tindastóls á föstudag.

Alex Alugas skoraði eina mark fyrri hálfleiks strax á upphafsmínútum leiksins. Í síðari hálfleik bættu þær Karitas Tómasdóttir, Kristrún Rut Antonsdóttir og Brynja Valgeirsdóttir þremur mörkum við fyrir Selfyssinga.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Með sigrinum styrkti liðið stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem það situr nú með 26 stig. Liðið mætir Sindra á Hornafirði í næstu umferð miðvikudaginn 2. ágúst.

Alex Alugas skoraði fyrsta mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Guðmundur Karl

Tags: